Karl Óskarsson

 

Karl Óskarsson útskrifaðist frá London International Film School og vann síðan sem kvikmyndatökustjóri á Íslandi við gerð á kvikmyndum og auglýsingum. Þremur árum seinna stofnaði hann fyrirtækið Frost Film í Reykjavík. Árið 1991 vann hann “Best Photography” verðlaunin á Norrænu auglýsingahátíðinni og útfrá því fór hann að skapa sér gott orðspor á Norðurlöndum við að taka auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Karl vann tékkneska ljónið fyrir bestu kvikmyndatöku árið 2009 fyrir kvikmyndina Three Seasons in Hell. Einnig hlaut hann tilnefningu Eddunnar fyrir sömu kvikmynd. Hér eru nokkrir þeir leikstjórar sem Karl hefur unnið með: Fredrik Bond, Toby Macdonald, Stephen Mead, Marcus Tomlinson, Jorn Threlfall, Tomas Masin, Jan Gleie, Paul Gay, Vince Squibb, Peter Thwaites, Lenny Dorfman, Matthew Rolston, Howard Greenhalgh, James Rouse, Sara Marandi, Phil Andelman, Albert Kadagolian, Nick Lewin, Lynn Fox

vefsíða. Karl Óskarsson