Ari Kristinsson

Ari Kristinsson útskrifaðist frá Nýlistardeild Myndlistar- og handíðarskóla Íslands árið 1979, eftir það lagði hann stund á listnam í California Institute of the Arts árin 1980 til 1981. Útfrá því fór Ari að vinna við íslenska kvikmyndagerð sem framleiðandi, kvikmyndstökustjóri, klippari, handritshöfundur og einnig sem leikstjóri.

Sem Kvikmyndatökustjóri hefur hann skotið hátt í fjórtán bíómyndir og má þar nú helst nefna Rokk í Reykjavík (Leikstjóri Friðrik Þór Firðriksson), Nýtt Líf (Leikstjóri Þráinn Bertelsson), Löggulíf (Leikstjóri Þráinn Bertelsson), Skytturnar (Leikstjóri Friðrik Þór Firðriksson), Magnús (Leikstjóri Þráinn Bertelsson), Börn Náttúrunar (Leikstjóri Friðrik Þór Firðriksson), Bíódagar (Leikstjóri Friðrik Þór Firðriksson), Cold Fever (Leikstjóri Friðrik Þór Firðriksson), Djöflaeyjan (Leikstjóri Friðrik Þór Firðriksson), Myrkrahöfðinginn (Leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson) Mamma Gógó (Leikstjóri Friðrik Þór Firðriksson) og núna síðast Sumarlandið (Leikstjóri Grímur Hákonarsson).  Börn Náttúrunnar var tilnefnd til Óskarsins árið 1992 sem besta erlenda myndin, einnig vann Ari verðlaun Montréal World Film Festival fyrir bestu listræna stjórnun fyrir sömu mynd.  Arið 2010 var Ari verið tilnefndur fyrir Eddu verðlaunin fyrir kvikmyndatökustjórn á Mömmu Gógó.

Vefsíða. www.taka.is