G. Magni Ágústsson hefur unnið sem kvikmyndatökustjóri síðastliðinn áratug eftir að hafa unnið sig upp frá því að vera aðstoðartökumaður. Magni hefur skotið fjölda auglýsinga og tónlistarmyndbanda um víða veröld síðastliðin ár. Hann hefur einnig skotið nokkrar bíómyndir í fullri lengd þar á meðal, Strákarnir Okkar (Leikstjóri Róberts Douglas), The Last Winter (Leikstjóri Larry Fassenden), Royal Wedding (Leikstjóri James Griffiths) og nýju íslensku kvikmyndina Brim (Leikstjóri Árni Ólafur Ásgeirsson). Einnig á hann að baki fjölda stuttmynda eins og Síðasti Bærinn (Leikstjóri Rúnar Rúnarsson), sem hlaut Óskartilnefningu í flokki stuttmynda, Burst (Leikstjóri Reynir Lyngdal), Frances (Leikstjóri Anastasia Kirillova) og Come To Harm (Leikstjóri Börkur Sigþórsson). Magni skaut heimildarmyndina Heima, sem fjallar um tónleikaferðalag SigurRósar um Ísland. Þar hlaut hann tilnefningu, til edduverðlaunanna, fyrir bestu kvikmyndatöku. Magni hefur þar að auki skotið eina sjónvarpsseríu í Bretlandi, sem heitir Free Agents (Leikstjóri James Griffiths). Hann vinnur aðallega við gerð auglýsinga og tónlistarmyndbanda í Bretlandi þessa dagana og er búsettur þar.
Vefsíða. www.magniagustsson.com