Bergsteinn Björgúlfsson ÍKS hefur verið valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011. Þetta er góð viðurkenning fyrir listgreinina og hefur mikla þýðingu fyrir ÍKS. Bergsteinn mun kynna verk sín á árinu og frumsýna heimildamynd, sem hann hefur unnið að undanfarin ár, um Landeyjahöfn. Bergsteinn er nú í hópi margra góðra listamanna s.s Jóns Kalman, Diddúar, Sigurrósar o.fl. sem hlotið hafa titilinn á undanförnum árum.