G. Magni Ágústsson ÍKS hlaut Edduverðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á Edduverðlaunahátíðinni 2011 fyrir kvikmyndatöku á kvikmyndinni Brim. Brim hlaut einnig fimm önnur verðlaun á hátíðinni og var meðal annars valin besta myndin.
Brim fjallar um unga konu sem ræður sig sem háseta á fiskveiðibát þar sem fyrir er harðger hópur karla. Smám saman kemur í ljós að plássið sem hún fékk losnaði vegna hörmulegra atburða og vera hennar um borð fer illa í áhöfnina. Í innbyrðis átökum og baráttu við náttúröflin þarf þessi sundurleiti hópur að standa saman og mæta örlögum sínum í sjóferð sem tekur óvænta stefnu.
ÍKS óskar Magna innilega til hamingju með verðlaunin.
[vsw id=”uTPRRzRfTHs&feature=fvw” source=”youtube” width=”425″ height=”344″ autoplay=”no”]
Would you like to share your thoughts?
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.
0 Comments