Ágúst Jakobsson lærði kvikmyndatöku í The American Film Institue í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fljótlega eftir að hann kláraði skólann fór hann að vinna sem aðstoðartökumaður, þar vann hann hratt uppí stöðu kvikmyndatökustjóra. Hann fór að skjóta tónlistarmyndbönd og tónleika fyrir hljómsveitir einsog Nirvana og Guns N’ Roses. Útfrá því fór hann á þriggja ára tónleikaferðalag með Guns N’ Roses þar sem hann kvikmyndaði Rokk & Ról líferni og 130 tónleika hljómsveitarinnar. Ágúst hefur skotið fimm bíómyndir í fullri lengd Stuttur Frakki (Leikstjóri Gísli Snær Erlingsson), Fíaskó (Leikstjóri Ragnar Bragason), Villiljós (Leikstjórn Dagur Kári, Ragnar Bragason, Lísa Middleton), Popp Í Reykjavík (Leikstjóri Ágúst Jakobsson) og Levottomat (Leikstjóri Aku Louhimied). Ágúst flutti til London þar sem hann gat af sér mjög gott orð í auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Hefur hann kvikmyndað auglýsingar fyrir Nike, BT, Vodafone, Samsung og Ford meðal annars. Árið 2006 þá nefndi hið virta bransatímarit Campaign Ágúst einn af fimm bestu auglýsingakvikmyndastjórum í London. Ágúst hefur komið sér vel fyrir í Bretlandi sem einn fremsti og eftirsóttasti kvikmyndatökustjóri í London, og er þekktur fyrir fjölbreytileika og stíl.