Árni hóf störf við kvikmyndagerð ungur og hefur komið nálægt flestum starfstéttum greinarinnar. Eftir kvikmyndanám í Danmörku við EFC hefur Árni verið að vinna sig upp innan kvikmyndageirans ásamt því að reka framleiðslufyritækið Mystery. Árið 2011 byrjaði Árni að vinna sem kvikmyndatökustjóri og árið 2012 fékk Árni Edduverðlaunin fyrir kvikmyndatöku fyrir myndinna Á annan veg (2011).
Undanfarið hefur Árni unnið við gerð verkefna sem kvikmyndatökustjóri Grafir og Bein(2014), Bakk (2015), Autumn lights (2015), Grimmd (2016) & Fangar (2017).
“Árni býr yfir sérstöku næmi á því sem er fallegt, líka því sem er óhefðbundið. Hann þykir búa yfir einhverjum ofurskilningi á umhverfinu og óvíst að hann sjái heiminn með sama hætti og við hin.” Tímaritið blæti.
Árni er þessa dagana í tökum á sjónvarpseríunni Stellu Blomkvist fyrir Saga film ásamt því að undirbúa næstu bíómynd.