Sigurður Sverrir Pálsson stundaði nám við London School of Film Technique árin 1967 til 1968. Þegar heim kom hóf hann störf hjá RÚV sem klippari, kvikmyndatökumaður og þáttastjórnandi til ársins 1976. Sigurður hefur kvikmyndað fjölmargar íslenskar bíómyndir. Þar má má nefna Land og Synir (Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson), Útlaginn (Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson), Einsog skepnan deyr (Leikstjóri: Hilmar Oddson), Sódóma Reykjavík (Leikstjóri: Óskar Jónsson), Tár úr Steini (Leikstjóri: Hilmar Oddson), Benjamín Dúfa (Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson), María (Leikstjóri: Einar Heimisson), Perlur og Svín (Leikstjóri: Óskar Jónsson) Ikingut (Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson), Kaldaljós (Leikstjóri: Hilmar Oddson) og heimildarmyndina Málarinn og sálmurinn hans um litinn (Leikstjóri: Erlendur Sveinsson). Sigurður Sverrir hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín og fengið allnokkur verðlaun. Þar er helst að nefna Menningarverðlaun DV fyrir kvikmyndatöku í Land og Sonum, einnig hlaut hann sömu verðlaun árið 1997 fyrir Íslands þúsund ár, árið 1996 fékk hann verðlaun fyrir “Framúrskarandi Kvikmyndatöku” fyrir kvikmyndina Tár úr steini á Prague International Film Festival, árið 2004 Eddu verðlaun og verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á Verona Film Festival “Schermi d’Amore” fyrir kvikmyndina Kaldaljós og einnig fékk hann tilnefningu Eddunnar fyrir kvikmyndatöku á myndinni Málarinn og sálmurinn hans um litinn. Sigurður Sverrir er búsettur og starfar í Danmörku.