Á aðalfundi Imago sem haldinn var í Tallinn 3.-6. mars sl., var umsókn ÍKS að Imago samþykkt og er ÍKS núna fullgildur aðili að samtökunum.
Imago eru regnhlífasamtök kvikmyndatökustjóra sem í eru nú þegar fleiri en 40 samtök kvikmyndatökustjóra um allan heim.
Ljóst er að innganga ÍKS í Imago verður mikill styrkur í baráttu ÍKS fyrir réttindum kvikmyndatökustjóra á Íslandi og auknum skilningi og virðingu fyrir faginu.
Would you like to share your thoughts?
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.
0 Comments