Nýjasta stafræna útspil Arri er komið út, Arri Alexa. Þessi nýja myndavél tekur við af Arri D-21 sem virtist ekki hafa það sem þurfti til að eiga roð við helstu keppinautum hennar. Við erum ekki enn farin að sjá kvikmyndir í fullri lengd teknar á Alexuna en þó ber að nefna nokkrar sem eru í tökum eða eftirvinnslu sem eru teknar á myndavélina eins og Transformers 3 sem er skotin af Amir Mokri, Hugo Cabret sem Robert Richardson er að skjóta og svo er Roger Deakins að skjóta Now en þess ber að geta að hann sagði við það tækifæri að hann hefði líklega skotið sína síðustu kvikmynd á filmu. Hvort sem má túlka þessi orð sem jákvæð í garð Alexunnar þá segir það allavega eitt að hún er að sýna fram á eitthvað nýtt á sviði stafrænnar myndatöku.
Hérna ætlar greinarhöfundur að staldra við og taka fram að “he´s not the sharpest tool in the shed” þegar kemur að stafrænni myndatöku og öll gagnrýni og leiðréttingar eru vel þegnar. Einnig er tilgangur minn heldur frekar að líta á Alexuna sem nýtt tæki fyrir okkur kvikmyndagerðamenn og hvernig fyrstu kynni mín eru að vélinni en ekki að fara að drepa lesendur úr leiðindum með allskonar nörda upplýsingum sem menn geta lesið sig sjálfir um á eftirfarandi síðu www.arridigital.com. Það er heldur ekki mitt markmið í þessari grein að lofa og dásama Alexuna og setja hana í einhvern samanburð við Red heldur að sjá hvað Arri hefur gert nýtt fyrir markaðinn og kannski hvernig hún snýr að okkur sem vinnum í kringum hana.
Ég fékk ágætis tækifæri að vinna með Alexuna í 2 verkefnum hérna á klakanum um daginn, annað VÍB sem framleitt var af True North skotið af Óttari Guðnasyni og svo DHL auglýsing sem True North var þjónustuaðili hér á landi þar sem ég fylgdi vélinni í Stab C Mounti (afsaka slangið).
Fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður kemur að Alexunni er hversu sterklega byggð myndavélin er og svipar helst til Arri 416 í útliti og vegur í kringum 7,6 kg með viewfinder sem er nú aðeins þyngra heldur en Red One myndavélin er en ekkert sem tekur of mikið í mann. Eins og er kemur hún einungis með stafrænum viewfinder sem er einstaklega skýr og gefur operator flestar þær upplýsingar sem snúa að honum s.s. hraða, WB, shutter og fleira en einnig getur hann tekið alla þá parta út og haft það hreint view hvort sem það er full view sem er einungis ramminn, eða look around þar sem getur á að líta ýmsa aðskotahluti sem eru rétt út fyrir rammann. Eini gallinn sem ég sá í fljótu bragði við stafræna viewfinderinn var að hann á það því miður til að “stroba” í hröðum hreyfingum en það er nú vonandi að Arri eigi nú eftir að lagfæra það og svo á nú að koma í framtíðinni optical viewfinder sem mun vonandi setja þessa nýju myndavél á hærra plan. Það er einstaklega þægilegt að snúa sér að menu partinum á myndavélinni sem er á vinstri hlið hennar og allar aðgerðir hvort sem það er að breyta hraða, ASA, Shutter eða White Balance gerirðu með því að ýta á viðeigandi takka, snúa valhjólinu og ýta á. Þessar aðgerðir getur tökumaður líka pre-programmað á viewfindernum hjá sér á þar tilgerðum tökkum og fljótlega breytt öllu einungis með því að horfa í viewfinderinn. Einn galli við vélina eins og er, en verður vonandi bætt úr með viðeigandi uppfærslu, er að ekki er hægt að spila til baka tökur beint úr vélinni en play takkinn er til staðar en fúnkerar ekki í augnablikinu þannig að annaðhvort verða menn að vera með HD upptökutæki eða Down-converter og taka upp á einhvern annan miðil. Annar galli er líka að aðeins er einn Mon. Out tengi fyrir external monitor en á nýju Alexunni (Plus) er búið að bæta við öðrum. Ég prófaði að henda henni svo í handheald mode og þar er hún frábær. Vigtin situr beint á öxlinni þinni og er hvorki framþung né afturþung með vel þunga prímu linsu framan á vélinni. Viewfindernum geturðu snúið í allar mögulegu stöður sem henta operator og þegar þú setur hana aftur á þrífætur er auðveldlega hægt að henda á extension fyrir viewfinderinn svo að operator standi þægilega við vélina til að ramma inn næsta fallega ramma. Einnig er afar þægilegt hvernig rafhlöðu uppsetningin er á vélinni. Það er bæði hægt að hafa V-Lock mount eða Bayer mount aftan á vélinni fyir 12V en einnig er original Arri 24V plöggur aftan á henni. Góða við þetta er að það er hægt að hafa báðar rafhlöður tengdar en vélin nýtir fyrst þá rafhlöðu sem gefur hærri volta tölu. Þannig er hægt að hafa vélina “endalaust” í gangi án þess að starta henni upp aftur eða að hún deyji í miðri töku. Það skal samt tekið fram að það tekur einungis um 10-15 sek. að starta vélinn á SxS kort og þausem við vorum með voru öll 32 Gígabæt og leyfði í 4:4:4:4 Pro Res upplausn 12 mín. á hvert kort sem gerði að verkum 24 mín. í upptöku með 2 kort í vélinni en leyfir einungis 40 fps. hámarkshraða í þeirri upplausn. Ef þú ferð í 4:2:2 HQ áttu möguleika á að nýta hámarkshraðann sem er 60 fps. Annað þægilega við kortin eru að um leið og þú ert búinn að gefa fyrsta kortinu nr. þá byrjar hún að telja sjálfkrafa upp á við og að gefa þeim nr. er súpereinfalt. Það þarf heldur ekkert að ejecta kortunum heldur tekurðu þau bara út, stingur nýju inn og málið dautt. Þú getur líka tekið þau út í miðri töku en þá áttu í hættu að missa síðustu sek. úr tökunni en alls ekki alla tökuna. Annað við eftirvinnslu ferilinn er að mjög auðvelt er að henda af kortunum inn á tölvu og um leið getur þú farið að klippa í Final Cut um leið eins og gert var hjá okkur í VÍB og gastu skoðað tökurnar beint í Quick Time í fullri upplausn.
Í augnablikinu bíða 2 tækjaleigur eftir sínum Alexum og verður spennandi að sjá hvernig hinn íslenski markaður á eftir að taka henni hvort sem það eru leikstjórar, tökumenn, framleiðendur og svo starfsmaður á plani.
Goði Már Guðbjörnsson, Skerpustillir
Hérna er linkur þar sem hægt er að leika sér að menu partinum á vélinni ALEXA MENU SIMULATOR
Would you like to share your thoughts?
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.
0 Comments